logo
HeilsuErla

Velkomin á Heilsumarkþjálfun með Erlu

Heilsumarkþjálfun með Erlu

Hvernig getur heilsumarkþjálfun með Erlu hjálpað þér?

Ég hjálpa þér að ná markmiðum þínum er varða heilsu og vellíðan. Þessi markmið snúa að lífsstílnum þínum og geta t.d. tengst mataræði, hreyfingu, tímastjórnun, svefni, núvitund og minnkun streitu í daglegu lífi.

Finna jafnvægi

Ég set þig í fyrsta sæti.

Saman vinnum við að því að skoða og meta hvernig margvíslegir þættir hafa áhrif á heilsu þína – hvaða þættir það eru sem stuðla að ójafnvægi í þínu lífi og hafa neikvæð áhrif á heilsu þína.
Meðan á þjálfuninni stendur munt þú öðlast ríkari skilning á hvaða lífsstílsvenjur henta þér best.
Ég skoða heilsufarssögu þína með tilliti til allra þátta sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan og met hvort finna megi ójafnvægi milli þeirra, sem getur haft neikvæð áhrif á heilsuna.
Ég skoða með þér hvernig allir þættir í lífi þínu tengjast saman og hafa áhrif á heilsu þína. Fær til dæmis streita frá vinnu eða vandamál í sambandinu þínu þig til að leita óhóflega í mat? Stuðlar svefnleysi eða lítil orka að því að þú hreyfir þig ekki nóg?
Ég aðstoða þig við að setja þér einstaklingsmiðuð og raunhæf markmið og útbý sérsniðar áætlanir sem styðja við markmiðin.
Myndskreyting
Hvert skref í rétta átt mun hafa langvarandi breytingar í för með sér og mikil áhrif á orku þína, jafnvægi og heilsu – til hins betra.
Myndskreyting setja sér markmið
Ég veiti þér ráðleggingar varðandi mataræði (næringu) en meiri áhersla er lögð á þá næringu sem við fáum úr umhverfinu, svokallaða frumnæringu, en í henni felast þættir á borð við gleði, sambönd, vinnu, hreyfingu og andlega næringu.
Ég fræði og ráðlegg þér hvernig þú getur aukið lífsgæði þín og heilbrigði, hvernig þú getur aukið fjölbreytni og hollustu í mataræði, hvernig þú finnur hvaða hreyfing hentar þér og hjálpar þér að finna jafnvægi í lífinu.
Ég er þín hægri hönd og n.k. stuðningsfulltrúi á þessari vegferð og hjálpa þér að skilja hvernig á að næra sig heildrænt og leiðbeini þér í átt að markmiðum þínum.
Að ná góðri heilsu er ferðalag en ekki áfangastaður, við tökum eitt skref í einu.
Myndskreyting skref í rétta átt

Þitt heilsuferðalag hefst hér.

Ég býð upp á Heilsumarkþjálfun í Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu á miðvikudögum. Hægt er að bóka tíma með því að hringja í 564-4067 eða senda tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is.

Skráning fer fram með því að hringja í 564-4067 eða senda tölvupóst á sjukrathjalfunin@sporthusid.is.
1

Bókar heilsuviðtal

Þegar viðtalið hefur verið bókað mun ég senda þér spurningalista.

2

Svarar spurningum

Spurningarnar lúta að heilsu þinni, lífsstíl og markmiðum. Þú svarar og sendir mér áður en heilsuviðtalið fer fram.

3

Viðtalið

Í viðtalinu sjálfu verður farið yfir spurningarnar og væntingar þínar. Við setjum í sameiningu heilsutengd markmið, bæði skammtíma og langtíma markmið.

4

Endurkoma

Mælt er með að bóka tíma í endurkomu 1-2 mánuðum eftir fyrri tíma eða eftir samkomulagi.

Greitt er við mætingu í Sjúkraþjálfunina í Sporthúsinu.

Stakur tími

15.990

krónur

Greitt við komu

Stakur tími -endurkoma

15.990

krónur

Greitt við komu

Fyrirkomulag

Heilsan í fyrsta sæti

Heilsan í fyrsta sæti er 60 mínútna tími þar sem við setjum í sameiningu heilsutengd markmið, bæði skammtíma og langtíma markmið.

Heilsufarssaga

Ég skoða heilsufarssögu þína með tilliti til allra þátta sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan og saman metum við hvort finna megi ójafnvægi milli þeirra, sem getur haft neikvæð áhrif á heilsuna.

Heildræn heilsa

Ég skoða með þér hvernig allir þættir í lífi þínu tengjast saman og hafa áhrif á heilsu þína.

Frumnæring

Ég veiti þér ráðleggingar varðandi mataræði (næringu) en meiri áhersla er lögð á þá næringu sem við fáum úr umhverfinu, svokallaða frumnæringu, en í henni felast þættir á borð við gleði, sambönd, vinnu, hreyfingu og andlega næringu.

Einstaklingsmiðuð áætlun og markmiðasetning

Ég hjálpa þér að skilgreina og setja þér raunhæf og einstaklingsmiðuð markmið í átt að betri heilsu og aukinni vellíðan og útbý sérsniðna áætlun til þess að ná þeim.

Fræðsla og ráðgjöf

Ég veiti þér fræðslu, efni og upplýsingar sem stuðla að bættum lífsstíl, venjum, hugarfari og jákvæðum breytingum til frambúðar.

Verkefni

Við vinnum verkefni sem taka mið af þínum markmiðum og styðja þig á vegferð þinni, auk þess færðu heimaverkefni til þess að halda þér við efnið.

Stuðningur og aðhald

Ég er þér til halds og trausts alla leið. Þú getur sent mér ótakmarkaðar spurningar og hugleiðingar með tölvupósti.