
Gleðilegt sumar!!!
Sumarsalat HeilsuErlu er komið á matseðil Spírunnar.
Litríkt og bragðgott salat sem gleður bæði augu og bragðlauka og er stútfullt af góðri næringu. Kál, kjúklingur, egg, avókado, agúrka, papríka, granatepli, fetaostur, ristaðar kjúklingabaunir, cashew hnetur og dásamleg hindberja dressing.
Þú verður bara að prófa!!!
Veitingastaðurinn Spíran er staðsettur í Garðheimum við Álfabakka 6 í Reykjavík. Hann er fjölskylduvænn bistró-staður sem leggur áherslu á hollan og góðan mat, gerðan frá grunni úr gæða hráefni.
Í hádeginu alla virka daga er boðið upp á fjölbreyttan matseðil, kaffi og bakkelsi fram eftir degi, og kvöldmat frá kl. 17:00 til 20:00. Um helgar er opið frá kl. 11:00 til 17:00.
Matseðillinn er breytilegur sem þýðir að það er alltaf eitthvað nýtt og ferskt í matinn á hverjum degi.
Þú getur valið þér einn af réttum dagsins í hádeginu eða á kvöldin og fylgir súpa dagsins með ásamt uppáhelltu kaffi ef borðað er á staðnum.