Ef fækka á lífstílssjúkdómum og bæta lífsgæði verður að ráðast að orsökum vandans. Besta leiðin er að breyta um lífsstíl þar sem bætt mataræði, góður svefn, hæfileg hreyfing og andleg næring skipta mestu máli. Lyf og tækni munu nefnilega aldrei koma í stað hollra lifnaðarhátta. Við þurfum að hafa áhrif á komandi kynslóðir, ekki bara okkur sjálf. Verum fyrirmyndir fyrir börnin okkar og barnabörn.
Í öllum umræðum um covid 19 sjúkdóminn og heimsfaraldurinn sem kórónuveiran hefur valdið á undanförnu ári gleymist oft að annar mun skæðari heims faraldur herjar á heiminn og hefur gert það í mörg ár. Árlega má rekja meirihluta dauðsfalla í heiminum til lífstílssjúkdóma, á beinan eða óbeinan hátt. Hjarta- og æða sjúkdóma, lungnasjúkdóma, þunglyndi, offitu og ótal fleiri sjúkdóma má rekja til lifnaðarhátta okkar.
Það vita það flestir í dag að reykingar eru skaðlegar og gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra, en það eru ekki mörg ár síðan sú þekking var ekki til staðar meðal almennings. Sama staða er uppi í dag varðandi aðra lifnaðarhætti, s.s svefn, hreyfingu og mataræði. Sem betur fer er almenningur að verða betur upplýstur og farinn að huga betur að eigin heilsu og lifnaðarháttum.
Ef fækka á lífstílssjúkdómum og bæta lífsgæði verður að ráðast að orsökum vandans. Besta leiðin er að breyta um lífsstíl þar sem bætt mataræði, góður svefn, hæfileg hreyfing og andleg næring skipta mestu máli. Lyf og tækni munu nefnilega aldrei koma í stað hollra lifnaðarhátta. Við þurfum að hafa áhrif á komandi kynslóðir, ekki bara okkur sjálf. Verum fyrirmyndir fyrir börnin okkar og barnabörn.
Ég var svo þakklát að heyra Guðna Th. Jóhannesson, forseta okkar ræða um mikilvægi Lýðheilsu þjóðarinnar og mikilvægi þess að auka áherslu á forvirkar aðgerðir í nýársávarpi sínu. Það er einmitt það sem skiptir máli, að fyrirbyggja sjúkdómana en ekki bara einblína á að lækna þá. Ef allir líta í eigin barm þá getum við þetta saman.