logo
HeilsuErla
Uppskriftir
Hrökk-kex HeilsuErlu
03 / 07 /2021
deila
Hrökkkex í skál

Hrökk-kex HeilsuErlu hentar sem bæði hrökkbrauð með áleggi og sem snakk eintómt. Hentar vel þeim sem eru á lágkolvetna mataræði. Það er stútfullt af hollum fitum og góðu próteini. Njótið!

Hrökk- kex HeilsuErlu


Hráefni
  • 1 dl eggjahvítur
  • 1 dl rifinn ostur
  • 1 dl graskersfræ
  • 1 dl sesamfræ
  • 1 dl hörfræ
  • 1 dl hampfræ
  • 1 msk chíafræ
  • 1-2 tsk rósmarín
  • 1-2 tsk lakkríssalt
Aðferð

1. Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið vandlega saman í deig. Látið standa við stofuhita í 10-15 mínútur. 2. Hitið bakarofninn í 180°C 3. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hellið úr skálinni á miðja plötuna. 4. Setjið annan bökunarpappír ofan á og þrýstið ofan á með höndunum fyrst til þess að dreifa jafnt úr deiginu. Ég mæli svo með að nota kökukefli ofan á efri bökunarpappírinn til þess að jafna út hrökk-kexið. (Reynið að ná því eins þunnu og þið getið eða um 1 cm á þykkt). 5. Bakið í 20 mínútur, takið bökunarplötuna svo út og skerið strax hrökk-kexið í bita með pítsuskera eða hníf. Bakið í 10 mínútur og snúið svo hrökk-kexinu við og bakið í 5-10 mínútur eða þar til að það hefur tekið smá lit og er orðið stökkt. 6. Látið kólna og njótið svo með dýrindis áleggi eða eins og snakk.