logo
HeilsuErla
Heilsumolar
Heilsumoli með Heklu Guðmundsdóttir
20 / 05 /2021
deila
Heilsumoli með Heklu Guðmundsdóttur hjá Bandvefslosun.is

Hekla Guðmundsdóttir er stofnandi og eigandi Bandvefslosun.is. Ég kynntist Heklu í Sporthúsinu þar sem hún kennir m.a. bandvefslosun sem er einstök leið til þess að hjálpa líkamanum að endurnærast. Heklu er einstaklega annt um heilsuna, bæði sína eigin og annara. Þeir sem hafa hitt Heklu vita að hún er alveg einstök, með góða nærveru, man öll nöfn og er alltaf boðin og búin að aðstoða.

Áhugasamir geta fylgt Heklu á Instagram og fundið upplýsingar um bandvefslosun á heimasíðu hennar.

Hver er Hekla Guðmundsdóttir

Ég heiti Hekla og á fyrirtækið Bandvefslosun ehf og er stofnandi Body Reroll æfingakerfisins. Ég er líka eiginkoma og mamma, við Ómar eigum tvö börn Sögu sem er 17 ára og Dag sem er 11 ára.


Hvað er góð heilsa fyrir þér?

Góð heilsa er að halda góðu jafnvægi og líða vel í eigin líkama og sál. Besta ráðið mitt er að reyna að takmarka utanaðkomandi áreiti því að með stanslaust áreiti náum við ekki slökun. Gott er að gefa sér tíma til að fara út í göngutúr eða hugleiða í 20 mínútur á dag.


Átt þú þér fyrirmynd/ir hvað varðar heilsu?

Ég á enga sérstaka fyrirmynd varðandi heilsu en horfi alltaf á árangur til lengri tíma því að mínu mati er árangur aldrei línulegur. Við förum upp 4 tröppur og svo niður 2 og svo upp aftur og ef við erum t.d með stoðkerfisvanda þurfum við að vera mjög þolinmóð.

Hvaða venjur sem þú hefur tamið þér myndir þú segja að væru þær mikilvægustu til þess að lifa heilbrigðu lífi?

Fyrst og fremst að forðast endalaust áreiti og reyna að eiga stund með sjálfum sér þó ekki sé nema 20 mínútur á dag. Drekka vatn því það er mikilvægt að vökva líkamann og svo hef ég hef vanið mig á að drekka ekki kaffi eftir kl. 17 janfvel fyrr á daginn til að auka gæði svefns. Ekki vera með tölvuna uppi í rúmi eða símann. Fer einnig út að ganga á kvöldin, svo gott að anda að sér fersku lofti rétt fyrir svefninn.


Hvað hefur lífsreynslan kennt þér sem þú vildir að þú hefðir vitað?

Gerðu það sem þig langar að gera, þú getur þetta. Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst um þig. Ég lærði það árið 2007 þegar pabbi gaf okkur bókina Lífsreglurnar fjórar og það er mikið fresli að geta tileinkað sér þetta þó það sé mikil vinna að komast þangað.


Hver er uppáhalds morgunmaturinn þinn og afhverju? Viltu deila ,,uppskrift” með lesendum?

Uppáhalds morgunmaturinn minn er grísk jógúrt með bláberjum og möndlukurli og kaffibollinn fylgir alltaf með.


Áttu þér Uppáhalds mottó/quote?

Vera alltaf ég sjálf í öllu sem ég geri.


Er eitthvað annað sem þig langar að koma á framfæri?

Ég er með Instagram og deili þar góðum ráðum og á heimasíðu minni býð ég upp á fjarþjálfun, einkatíma, staka hóptíma og lokuð námskeið. Auk þess held ég reglulega kennaranámskeið í Body Reroll.

Ég fékk áhuga á bandvefslosun árið 2014 og fann fljótt að æfingarnar gerðu mér gott, en ég er sjálf með stoðkerfisvanda eftir slys sem ég lenti í og var búin að prófa eitt og annað áður. Það sem mér finnst best við Bandvefslosun að allir geta stundað þessar æfingar.