logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Heilsuhringurinn / The circle of Health
30 / 01 /2023
deila
Heilsuhringur HeilsuErlu

Við viljum flest bæta heilsu okkar á einhvern hátt. Fyrir sum okkar er þetta yfirþyrmandi verkefni og við vitum ekki hvar við eigum að byrja þannig að við gerum ekkert. Heilsuhringur HeilsuErlu getur hjálpað þér af stað í þitt heilsuferðalag.

Leiðbeiningar fyrir Heilsuhringinn

(English below)

Sæktu Heilsuhringinn á íslensku eða ensku og prentaðu hann út.

Þættir heilsuhringsins eru svefn, streitustjórnun, andleg næring, sköpunargáfa, fjármál, atvinna, menntun, hreyfing, mataræði, umhverfi, sambönd og félagslíf en öll þessi atriði hafa mikil áhrif á heilsu okkar hvort sem við gerum okkur grein fyrir því eða ekki. Til þess að upplifa góða heilsu þarf að finna jafnvægi milli andlegrar, líkamlegrar og félagslegrar heilsu.

Skoðaðu heilsuhringinn. Hvar ert þú stödd/staddur/statt varðandi mismunandi þætti í lífi þínu í dag? Gefðu þér einkunn frá 1-10 fyrir hvert atriði með því að setja punkt á línuna fyrir hvern þátt, þar sem að 10 er mjög gott og 1 er mjög slæmt. Tengdu svo punktana saman og þá sérð þú þinn Heilsuhring.

Dæmi um útfylltan hring má sjá hér fyrir neðan.

Er ójafnvægi? Gefur þú einhverjum þætti áberandi lága einkunn?

Þessar upplýsingar gefa þér vísbendingu um hvar þú ættir að byrja ef þú vilt bæta heilsuna.

Það er þó mikilvægt að muna að ef við viljum breyta einhverju varanlega er mikilvægt að velja sér einungis eitt atriðið í einu til þess að einblína á. Byrjaðu á því sem þú telur að gefi þér mest og því sem er auðveldast að breyta á þessari stundu.

Þegar við leggjum svo af stað í okkar heilsuferðalag er mikilvægt að vera raunsæ.

  • Að halda góðri heilsu er krefjandi.
  • Að breyta gömlum venjum eða bæta inn nýjum tekur tíma.
  • Hænuskref koma okkur á leiðarenda.
  • Hrósaðu þér fyrir það sem þú gerir vel.
  • Lærðu að meta framfarir umfram fullkomnun
  • Gerðu ráð fyrir hindrunum.
  • og umfram allt....njóttu heilsuferðalagsins!

Kveðja HeilsuErla


How to use the Circle of health

Download the Circle of Health and print it out.

Take a good look at the 12 topics. Where do you see yourself regarding these elements in your life? Give yourself a score from 1-10 for each topic by placing a dot on the corresponding line, where 10 is very good and 1 is very bad. Then connect the dots and you will see your Circle of Health.

What does this tell you? How is the pattern? Is there an imbalance? Do you rate any aspects noticeably low?

This information will give you an indication of where to start if you want to improve your health.