Frábært spjall um heilsu, vellíðan og heilsumarkþjálfun við Bóas Valdórsson í hlaðvarpi Dótakassans. Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu.
Í fyrstu bylgju covid, nánar til tekið í mars 2020 kíkti ég í heimsókn í Dótakassann - hlaðvarp þar sem ég átti frábært spjall við Bóas Valdórsson, sálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð. Í Dótakassanum er fjallað um ýmislegt sem tengist ungu fólki og hvernig hægt er að hafa uppbyggileg áhrif á eigin líðan og heilsu. Þar sem þátturinn er næstum klukkutíma langur mæli ég með að hreyfa ykkur með hlaðvarpið í eyrunum og slá þannig tvær flugur í einu höggi.
Hægt er að hlusta á viðtalið í Dótakassanum, á Spotify eða Apple PodCasts.
Samantekt:
- Hvað er heilsa?
- Hvað er heilsumarkþjálfun?
- Hverju getum við stjórnað?
- Ráð varðandi svefn, hreyfingu og næringu (andlega og líkamlega).