Allt í lífinu hefur áhrif á heilsu okkar
Brot úr viðtali við mig á mbl.is.
Allt viðtalið má finna hér
„Heildræn heilsa þýðir að allt í lífinu hefur áhrif á heilsu okkar, hvort sem það er starfið, samskipti við aðra, fjármál eða umhverfið sem við erum í en á sama tíma má ekki gleyma mikilvægum þáttum á við hreyfingu, svefn, mataræði og almennri gleði,“ segir Erla Guðmundsdóttir sem er þriggja barna móðir, íþróttafræðingur og heilsumarkþjálfi auk þess sem hún hefur kennt ungbarnasund hjá Ungbarnasundi Erlu í Hafnarfirði í 18 ár og kennir líkamsrækt í Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Erla talar um að mikilvægt sé að nálgast heilsu sína heildrænt en þá þurfi að líta inn á við og finna svörin þar því yfirleitt séu flestir með svörin sem leitað er eftir.
„Þegar fólk kemur til mín í heilsumarkþjálfun segi ég gjarnan að viðskiptavinirnir séu eins og rútubílstjórar en ég er leiðsögumaðurinn.
Oft vitum við ekki hvar við eigum að byrja þegar okkur langar að bæta heilsuna. Það er af svo mörgu að taka og það verður yfirþyrmandi. Við endum því mörg á að gera ekki neitt.“