logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
Allt í lífinu hefur áhrif á heilsu okkar
16 / 09 /2024
deila
heilsa, allt á hvolfi, heilsan í fyrsta sæti, heildræn heilsa, heilsumarkþjálfu

Allt í lífinu hefur áhrif á heilsu okkar

Brot úr viðtali við mig á mbl.is.

Allt viðtalið má finna hér


„Heild­ræn heilsa þýðir að allt í líf­inu hef­ur áhrif á heilsu okk­ar, hvort sem það er starfið, sam­skipti við aðra, fjár­mál eða um­hverfið sem við erum í en á sama tíma má ekki gleyma mik­il­væg­um þátt­um á við hreyf­ingu, svefn, mataræði og al­mennri gleði,“ seg­ir Erla Guðmunds­dótt­ir sem er þriggja barna móðir, íþrótta­fræðing­ur og heil­su­markþjálfi auk þess sem hún hef­ur kennt ung­barna­sund hjá Ung­barna­sundi Erlu í Hafnar­f­irði í 18 ár og kenn­ir lík­ams­rækt í Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð.


Erla tal­ar um að mik­il­vægt sé að nálg­ast heilsu sína heild­rænt en þá þurfi að líta inn á við og finna svör­in þar því yf­ir­leitt séu flest­ir með svör­in sem leitað er eft­ir.

„Þegar fólk kem­ur til mín í heil­su­markþjálf­un segi ég gjarn­an að viðskipta­vin­irn­ir séu eins og rútu­bíl­stjór­ar en ég er leiðsögumaður­inn.

Oft vit­um við ekki hvar við eig­um að byrja þegar okk­ur lang­ar að bæta heils­una. Það er af svo mörgu að taka og það verður yfirþyrm­andi. Við end­um því mörg á að gera ekki neitt.“