logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
2025 Himnastigar
30 / 12 /2024
deila
Himnastiginn í Kópavogi, 1000 Himnastigar, 2025 Himnastigar, nýársdagur, hreyfiáskorun, samvera, gleði, viðburður

2025 Himnastigar

Sííðastliðinn nýársdag, 1.janúar 2024 heppnaðist viðburðurinn 1000 Himnastigar svo svakalega vel að ferðirnar enduðu í yfir 2000.

Á morgun, nýársdag 1.janúar 2025 ætlum við að endurtaka leikinn til þess að hafa gaman saman og vekja athygli á mikilvægi daglegrar hreyfingar.

Allir eru velkomnir og við ætlum að reyna að ná samtals 2025 ferðum í Himnastiganum þennan dag! Munið að margt smátt gerir eitt stórt.

Hægt verður að mæta hvenær sem er yfir daginn, frá nýársdagsmorgni til miðnættis á nýársdag. Það má ganga, hlaupa eða skríða.

ÞEIR SEM MÆTA SETJA SVO INN MYND Í Facebook viðburðinn eða á Instagram af sér og sínum og skrá fjölda ferða hér.

Ég held svo utan um fjöldann og set inn stöðuna á FaceBook og Instagram reglulega yfir daginn!