logo
HeilsuErla
Heilsupistlar
1000 Himnastigar
05 / 01 /2024
deila
Hreyfing, Himnastiginn í Kópavogi, 1000 Himnastigar

Þannig urðu 1000 ferðir að rúmlega 2000

Í fyrra heppnaðist viðburðurinn 365 Himnastigar svo svakalega vel að ferðirnar enduðu í 1000. Í ár ákvað ég að endurtaka leikinn 1.janúar til þess að hafa gaman saman og vekja athygli á mikilvægi daglegrar hreyfingar. Allir voru velkomnir og stefnan var að reyna að ná samtals 1000 ferðum í Himnastiganum þennan dag!

Hægt var að mæta hvenær sem er yfir daginn, frá miðnætti á gamlárs til miðnættis á nýársdag. Það mátti ganga, hlaupa eða skríða og allir sem mættu voru hvattir til þess að skrá hvað þeir fóru margar ferðir í lifandi skjal. Ég hélt svo utan um fjöldann og setti inn stöðuna á FB viðburðinn reglulega yfir daginn!

Það má með sanni segja að viðburðurinn hafi heppnast vel og það mættu 600 manns í Himnastigann þennan dag og það söfnuðust að minnsta kosti 2240 ferðir.

Hér má sjá skemmtilegt myndband með myndum sem fólk deildi af sér úr Himnastiganum þennan dag.